Keyrum þetta í gang!

Hefurðu einhvern tímann fundið fyrir því að þú sért á barmi nýrra ævintýra? Þannig líður mér akkúrat núna. Eftir mörg ár í hugbúnaðarprófun er ég að stinga mér á kaf inn í heim öryggis- og innbrotsprófana.

Ferill minn í hugbúnaðarprófun hófst árið 2007 og síðan þá hef ég fengið að snerta á næstum öllum þáttum hugbúnaðarþróunar. Þessi breiða reynsla hefur gefið mér traustan grunn, en ég hef alltaf laðað að öryggisprófanir og netöryggi almennt. Það sem heillar mig mest er að þurfa að finna nýjar aðferðir og hugsa eins og árásaraðili.

Ég hafði samband við vel þekktan öryggissérfræðing hér heima, án þess að búast við miklu, kannski stuttu svari eða tilvísun í eitthvert efni. Mér til mikillar ánægju vildi hann hins vegar hitta mig, og það samtal var ótrúlega hvetjandi og styrkti löngun mína til að feta þessa braut. Þetta minnti mig á hversu mikilvægt það er að spyrja, versta sem getur gerst er að fá nei. Í framhaldinu benti hann mér á Bug Hunter’s Methodology LIVE námskeið með Jason Haddix. Þetta þriggja daga námskeið gaf mér frábæran start í villuveiðum og dýpri innsýn í hjakk almennt. Eitt sem Jason lagði sérstaklega áherslu á hefur setið í mér, “ef þú ert ekki að blogga, byrjaðu strax”.

Svo, hér er ég. Þetta blogg er aðallega fyrir mig. Staður til að fylgjast með framvindu minni, styrkja heilavöðvann og halda sjálfum mér við efnið.